Leikskólinn Hlíðaból

 

Eldhús

  Í mötuneyti leikskólans vinna matráður í 100% stöðu og aðstoðarmaður í 56% stöðu. Í leikskólanum er lögð áhersla á gott og næringaríkt fæði. Allur matur er unninn frá grunni, einnig er svo til allt brauðmeti bakað á staðnum. Einstaka sinnum gerum við okkur þó glaðan dag s.s. í foreldrakaffi og á sýningum sem skólinn heldur og bjóðum upp á sætmeti og jafnvel djús. Brauðin okkar geta verið: heilhveitibrauð - grófkornabrauð - latabæjarbrauð - bananabrauð - bollur - skinkuhorn o.fl. Einstakasinnum bjóðum við upp á hrökkbrauð. Áleggið sem er aðallega notað er: Ostur - kæfa - egg - smurostar - gúrka - tómatar - epli - bananar - mysingur. Matseðillinn okkar nær yfir 7 vikna tímabil sem rúllar aftur og aftur.                  MATSEÐILL I                   MÁNUDAGUR ÞRIJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR             MORGUN- Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MATUR Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn   lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              Kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Gufusoðinn fiskur Lifrabuff Brauðaður fiskur Ofnsteiktur kjúklingur Skyr HÁDEGIS - Hrísgrjón og köld sósa Kartöflumús kartöflur - ferskt grænm. Heimalagaðar franskar heitt brauð MATUR ferskt grænmeti ferskt grænmeti heimalöguð cocteilsósa ferskt grænmeti ferskt grænmeti   vatn vatn  vatn vatn vatn               Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SÍÐDEGIS - m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir   mjólk / vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn                                                                             MATSEÐILL   II                   MÁNUDAGUR ÞRÍÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR               Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MORGUN- Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn MATUR lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              Kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Heimalagaður Buff úr grænmeti og hakki Heimalagaðir fiskifingur Steikt lambakjöt Pastaréttur með HÁDEGIS- fiskibúðingur hrísgrjón með kartöflum og kartöflur, grænar baunir kjúkling  MATUR kartöflur - grænmeti brún sósa  grænmeti rauðkál og brún sósa grænmeti   vatn vatn vatn vatn vatn                                       Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SIÐEGIS m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir   mjólk / vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn                                                     MATSEÐILL   III                   MÁNUDAGUR ÞRÍÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR               Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MORGUN- Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn MATUR lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              Kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Ofnbakaður fiskur Soðið slátur Plokkfiskur Linsubaunabuff Hrísgrjónagrautur og HÁDEGIS- kartöflur kartöflur og hvít sósa Rögnubrauð hrísgrjón og brún sósa slátur MATUR ferskt grænmeti ferskt grænmeti ferskt grænmeti ferskt grænmeti grænmeti   vatn vatn vatn vatn  vatn               Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SÍÐDEGIS m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir   mjólk / vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn                                                                                         MATSEÐILL   IV                   MÁNUDAGUR ÞRÍÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR               Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MORGUN- Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn MATUR lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              Kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Svikinn héri Silungur eða lax Kjöt í karrý Fiskur a la Dísa Eggjanúðlusúpa HÁDEGIS- kartöflumús kartöflur hrísgrjón kartöflur m/ túnfisk og eggjum MATUR ferskt grænmeti ferskt grænmeti ferskt grænmeti ferskt grænmeti ferskt grænmeti   vatn Vatn vatn vatn vatn               Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SÍÐDEGIS m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir   mjólk / vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn                                                                             MATSEÐILL   V                     MÁNUDAGUR ÞRÍÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR               Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MORGUN- Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn MATUR lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              Kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Heimalagðar fiskibollur Íslensk kjötsúpa Baunabuff m/grænmetir Flögufiskur (ofnbakaður) Kjötréttur í kókosmjólk HÁDEGIS- með grænmeti með grænmeti kartöflum  kartöflur hrísgrjón MATUR kartöflur kartöflur heit sósa grænmeti ferskt grænmeti   vatn vatn vatn vatn vatn                Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SÍÐDEGIS m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir   mjólk / vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn                                                                                         MATSEÐILL   Vl                   MÁNUDAGUR ÞRÍÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR               Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MORGUN- Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn MATUR lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Gufusoðinn fiskur Lasagna með hakki Fiskur í kókosmjólk Heimalöguð pizza Grjónagrautur HÁDEGIS - kartöflur og smjör kartöflur kartöflur með skinku og skonsur með áleggi  MATUR ferskt grænmeti grænmeti grænmeti grænmeti ferskt grænmeti    vatn vatn   vatn  vatn vatn                Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SÍÐDEGIS m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING  Ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir    mjólk/ vatn  mjólk / vatn  mjólk / vatn  mjólk / vatn  mjólk / vatn                                                     MATSEÐILL VII                     MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR               Hafragrautur Cheerios Hafragrautur Cheerios Hafragrautur/Cheerios MORGUN- Mjólk - vatn mjólk - vatna mjólk - vatn ab-mjólk/mjólk - vatn mjólk - vatn MATUR lýsi lýsi lýsi lýsi lýsi              Kl. ca. 10.00  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir  Ávextir               Hakk Karrýfiskur Gúllas m/ grænmeti Nætursaltaður fiskur Grænmetissúpa HÁDEGIS - spaghetti hrísgrjón heimalöguð kartöflumús kartöflur heitt brauð MATUR ferskt grænmeti ferskt grænmeti sósa hrásalat     vatn vatn vatn vatn vatn                            Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð Heimabakað brauð SÍÐDEGIS - m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi m/ smjöri og áleggi HRESSING ávextir ávextir ávextir ávextir ávextir   mjólk / vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn mjólk - vatn                                                                                                

 

Hreyfing

Hreyfing er, eins og flestir vita, börnum og fullorðnum lífs nauðsynleg. Börnin í Hlíðabóli fara tvisvar sinnum á dag út að leika sér og eru á ferðinni út um allan garðinn okkar, hlaupandi, hoppandi, klifrandi, æfa jafnvægið o.fl.    Í janúar, ár hvert, fáum við danskennara til okkar sem leiðir okkur inn í töfraheima dansins. Hvert barn fær 30mín. danstíma á viku í tíu vikur. Þar fyrir utan förum við í vettvangsferðir um bæinn okkar.  Börnin hafa síðan aðgang að hreyfiherbergi leikskólans þar sem hægt er að klifra í rimlum, leika með bolta, hoppa og skoppa og fer hvert barn í skipulagða hreyfistund einu sinni í viku.

 

Kristilegt starf

Kristilega starfið er rauður þráður í gegnum allt annað starf leikskólans.  Við þökkum Guði fyrir matinn, áður en við borðum, og biðjum hann um að varðveita og blessa foreldra okkar og aðra ástvini. Við syngjum sunnudagaskólasöngva í bland við aðra söngva og skoðum sögur úr Biblíunni ásamt öðrum sögum sem okkur finnast skemmtilegar. Einu sinni í viku förum við inn í kirkju þar sem við syngjum saman, heyrum um Jesú og aðrar trúarhetjur og heilsum upp á skemmtilega vini sem við hittum yfirleitt bara í kirkjustundunum (brúður). Við höldum mikla hátíð bæði fyrir jól og páska þar sem foreldrar, systkini, ömmur og afar koma og horfa á okkur flytja lög og leikrit. Jesús er besti vinur okkar.

 

Besta Soko

2014-2015 fyrsta árið okkar sem stuðningsaðilar Bestu Soko er liðið og okkur tókst að safna 45.000 krónum en það er greiðslan okkar á árs grundvelli(við borgum bara einu sinni á ári). Mesta hjálpin var fólgin í bolunum sem við fengum gefins og seldum - innilegar þakkir fyrir það - Enn eru nokkrir bolir til, fyrir þá sem ekki eiga eða þá sem vilja eiga stærri og seljast á 1000 kr. stykkið. Í september átti einn strákanna okkar afmæli og vildi, af því tilefni, fá að gefa Bestu Soko bréfpening, sem hann og fékk. Það var sæll og glaður fimm ára drengur sem læddi einum fjólubláum ofan í baukinn hennar Bestu þann daginn. Fyrir hönd Bestu Soko færum við honum og fjölskyldu hans kærar þakkir.Þið sem lögðuð ykkar að mörkum þetta fyrsta ár: Guð blessi ykkur fyrir að blessa aðra.

 

Sönglög

Krummi krunkar úti,  kallar á nafna sinn. Ég fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn. :,:Komdu nú og kroppaðu með mér,    krummi nafni minn.:,:           -------------------- Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með. Í stórum hóp' inn'um hlátrasköll geta ævintýrin skeð. Svo vertu velkominn(klapp, klapp), nýi vinur minn(klapp, klapp). Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með.   Það er ótrúlegt hverju lítið bros fengið getur breytt. Getur glatt og huggað jafnvel þá sem við þekkjum ekki neitt. Svo vertu velkominn(klapp, klapp), nýi vinur minn(klapp, klapp).Það er ótrúlegt hverju lítið bros fengið getur breytt.           -------------------- Við óskum þér góðra jóla(3x)                                                           Babbi segir, babbi segir:og gleðilegs árs.                                                                                 "bráðum koma dýrðleg jól." Góð tíðindi færum við til allra hér.                                                    Mamma segir, mamma segir:Við óskum þér góðra jóla                                                                  "Magga fær þá nýjan kjól."og gleðilegs árs.                                                                                  Hæ, hæ, ég hlakka til hann að fá og gjafirnar, Við óskum þér góðra jóla(3x)                                                            bjart ljós og barnaspil og borða sætu lummurnar. og gleðilegs árs.                                                                                               --------------------                                                                                     ------------------------ Klukkurnar, dingalingaling, klingja um jól.                                       Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá, Börnin safnast saman, sungin jólavísa,                                          á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá. komið er að kveldi, kertin jóla lýsa.                                                   Þá sveimuðu englar frá himninum hans Klukkurnar, dingalingaling, klingja um jól.                                      Því hann var nú fæddur í líkingu manns.   Klukkurnar, dingalingaling, klingja um jól.                                      Þeir sungu, hallelúja, með hátíðarbrag Loftið fyllist friði, fagra heyrum óma,                                                 nú hlotnast guðsbörnunum friður í dag inn um opinn glugga, allar klukkur hljóma.                                     og fagnandi hirðarnir fengu að sjá Klukkurnar, dingalingaling, klingja um jól.                                      hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.            ------------------- Adam átti syni sjö, sjö syni átti Adam.                                               Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá Adam elskaði alla þá og allir elskuðu Adam.                                 að dýrðina þína ég fái að sjá. Hann sáði, hann sáði. Hann klappaði saman lófunum,              Ó, blessa þú, Jesús, öll börnin þín hér stappaði niður fótunum, ruggaði sér í lendunum                          að búa þau fái á himnum með þér. og snéri sér í hring.            --------------------                                                                                      --------------------- :,:Ég er barnið þitt, ég má biðja þig,                                                 Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, ég má lofa nafnið þitt.                                                                         miðvikudagur og fimmtudagur, Þú ert alltaf við er ég leita þín                                                            föstudagur og laugardagur þú Drottinn, minn Guð:,:                                                                     og þá er vikan búin.      --------------------                                                                     Daginn í dag, daginn og dag,                                                           Janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, gjörði Drottinn Guð, gjörði Drottinn Guð.                                        september, október, nóvember og desember. Gleðjast ég vil, gleðjast ég vil                                                                     ------------------------------------------------ og fagna þennan dag, og fagna þennan dag.                               Hver hefur skapað blómin björt, blómin björt, blómin björt? Daginn í dag gjörði Drottinn Guð.                                                    Hver hefur skapað blómin björt?  Guð á himninum. Gleðjast ég vil og fagna þennan dag, hey! Daginn í dag, daginn í dag,                                                               Hver hefur skapað fuglana.....?  gjörði Drottinn Guð.                                                                             Hver hefur skapað stjörnurnar.....?      --------------------                                                                                Hver hefur skapað þig og mig.....? Ég ætl' að syngja, ég ætl' að syngja,                                               Hver hefur skapað blómin björt? Fuglana? Stjörnurnar? ég ætl' að syngja lítið lag.                                                                  Hver hefur skapað þig og mig? Guð á himninum. Hérna eru augun, hérna eru eyrun,                                                          -------------------------------------------- hérna er nebbinn minn og munnurinn.                                                                                                                                                                   

 

Grænfáninn

Grænfáninn Hlíðaból fékk þann heiður að flagga grænfánanum í fyrsta sinn og fyrstur leikskóla á Akureyri vorið 2006 eftir að hafa verið á grænni grein í nokkra mánuði.  Á tuttugu ára afmæli leikskólans, vorið 2008, fengum við fánann afhentan í annað sinn og fimmtudaginn 28.október 2010 fengum við hann í þriðja sinn. Við í Hlíðabóli viljum stuðla að því að farið sé vel með sköpun Guðs og þar með talið manninn sjálfan.  Við reynum að koma vel fram við hvert annað, endurvinna það sem hægt er, eins og t.d. mjólkurfernur, dósir, gler, ál og fleira.  Við vinnum mikið með verðlaust efni, spörum vatn og rafmagn, höldum umhverfinu snyrtilegu og setjum matarafganga í moltukassa svo eitthvað sé nefnt. Við viljum hvetja þig til að gera það sem þú getur til verndar sköpunnarverki Guðs.

 

SMT-Skólafærni

SMT-Skólafærni SMT-skólafærni er útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support/PBS.  SMT er hliðstæð aðferð og PMTO-foreldrafærni (Parent Management Training-Oregon) þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun og samræma vinnubrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Við hófum undirbúning við innleiðslu SMT-skólafærni haustið 2008 og sendum deildarstjórana okkar á námskeið í grunnmenntun í aðferðum PMT.  Einnig settum við saman teymi sem undirbýr og annast innleiðslu aðferðarinnar við leikskólann. Teymið er skipað þremur starfsmönnum skólans og einum verkefnastjóra frá skóladeildinni.starfsmenn skólans í teyminu eru Benný, Lísbet og Hólmfríður.  Verkefnastjórinn heitir Guðbjörg Ingimundardóttir. Lausnateymi er síðan teymi sem tekur á þeim málum sem berst því, málum um erfiða hegðun sem ekkert virðist duga á. Í lausnateyminu eru smt-teymis konurnar og Magga sérkennarinn okkar. Ef þú villt kynna þér PMTO/SMT eitthvað nánar bendum við á heimasíðu PMTO  www.pmto.is  Janúar 2016Við komumst í gegnum SET-listann með sóma, fengum 96 stig af 100 mögulegum en það þarf 80 stig til að teljast fullnuma SMT-leikskóli.  Föstudaginn 5. febrúar klukkan 10:30 fáum við síðan fánann afhentan og komum honum fyrir hjá grænfánanum á fánastönginni. Við munum að sjálfsögðu fagna áfanganum og gera okkur glaðan dag.Október 2015Heiða, Kittý og Linda munu sækja nýliðanámskeið í SMT núna í október. Nýliðanámskeið eru stutt námskeið fyrir ófaglært starfsfólk leikskólanna og eru kennararnir í flestum tilfellum fagfólk sem sótt hafa grunnnámskeiðið og eru orðin sjóuð í SMT.Af okkur er annars það að frétta að upprifjunin gengur ljómandi vel og allt á blússandi ferð. Meiri ró hefur skapast í barnahópinn og við erum öll, bæði börn og starfsmenn, að ná betri tökum og meiri færni í SMT. September 2015 Í vetur munu þær Lísbet og Hólmfríður sitja grunnnámskeið smt en allur veturinn er tekinn undir námskeiðið þar sem nemendur mæta í fjögur skipti, oftast tvo daga í einu, og vinna verkefni á milli. Hólmfríður tekur sæti Evu í teyminu en að öðru leiti er það óbreytt. Við stefnum á að ná "prófinu" í haust svo við fáum þann heiður að flagga fallega gula SMT-fánanum sem mun taka sig vel út fyrir neðan grænfánann okkar á stönginni. Upprifjunin er farin í gang enda mikilvægt að öll börnin og allt starfsfólkið kunni reglurnar okkar og viti til hvers er ætlast af þeim. það skapar öryggi og vellíðan.  Börnin eru orðin mjög dugleg að halda sig í röðinni, nota inniröddina o.fl enda algjörir snillingar hér á ferð. Mars 2015Í vetur höfum við sent tvo starfsmenn á grunnmenntun í SMT og nokkra aðra í nýliðafræðslu. Í desember síðastliðnum fórum við í gegnum SET-listann en það er listi sem metur hvort við getum útskrifast sem sjálfstæður SMT skóli. Við fengum 74,4 stig úr SET-listanum en þurfum 80 til að útskrifast - tökum það með trukki næst. Við þurftum að endurvekja lausnarteymið og núna eru Benný og Magga í því. Lausnateymið hittist í hverri viku og inn í teymið geta starfsmenn sent tilvísun um þau börn sem þurfa nánari aðstoð vegna hegðunarvanda.  SMT-teymið hittist síðan einu sinni í mánuði og ræða um stöðuna í skólanum í heild, skipuleggja árið o.fl.Nóvember 2014Nú er komið nýtt blóð í SMT-teymið okkar því Eva og Lísbet komu inn í stað þeirra sem hafa hætt störfum í Hlíðabóli og í dag var fyrsti fundurinn með nýja verkefnastjóranum okkar henni Guðbjörgu Ingumundardóttir en hún er einmitt nýr verkefnastjóri fyrir SMT á Akureyri. Við þurfum að efla orðræðuna hjá okkur, vera markvissari svo við náum árangri. Verið er að taka smt-möppurnar í gegn, kenna nýtt athygglimerki o.fl. Tveir starfsmenn eru að fara í grunnmentunina í vetur(Eva og Magga), einn starfsmaður er búinn að fara í nýliðafræðslu og fjórir fara í hana í desember. Ársáætlunin er tilbúin og reyndar þegar komin í gagnið og nú er bara að spýta í lófana og gera enn betur í vetur. Við getum þetta því við erum algjörir snillingar.Júní 2014 Síðastliðinn vetur höfum við verið að styrkja okkur í SMT - festa það enn betur í sessi, koma því inn í orðræðuna hjá okkur o.þ.h. Stóru börnin fengu kennslu og æfingu í lausnaleit en það er mjög sniðugt "tæki" þegar taka þarf á ákveðnu vandamáli á meðal barnanna(virkar líka á fullorðna). Þá hjálpast allar að við að finna hugmyndir til lausnar(allar hugmyndir velkomnar), síðan er hver og ein hugmynd skoðuð-kostir hennar og gallar, vingsað úr(sumar hugmyndir er alls ekki hægt að nota) uns eftir standa nokkrar leiðir sem allir eru sammála um að nota. Niðurstaðan er sett á blað-samningur gerður- og allir skrifa undir. Stefnt er að SMT-sjálfstæði leikskólans í haust. Apríl 2014 Nýlega endurnýjuðum við slagorð leikskólans. Fyrra slagorðið var "Börnin í Hlíðabóli eru frábærar hetjur" sem okkur fannst svo stórt og mikið að það væri erfitt hreinlega að ná upp í það. Núverandi slagorð, sem var fengið með innsendum hugmyndum frá starfsfólkinu og kosningum í kjölfarið, er "Börnin í Hlíðabóli eru algjörir snillingar". Slagorðið notum við í daglegu máli þegar við erum að hrósa börnunum og hvetja þau áfram. Búið er að stofna lausnateymi en það er teymi sem tekur á þeim málum sem ekkert virðist ganga með. Í lausnateyminu eru Benný og Hildur og funda þær á fimmtudögum kl.12.30 í tíu til þrjátíu mínútur.nóvember 2012 eftir breytinguna á deildunum varð líka breyting á smt-kennslunni. Yngri deildin(Glaumbær) fær einfalda kennslu á einföldum reglum eins og að "hjálpast að við að ganga frá", "Vera góð hvert við annað", "gæta handa sinna og fóta" o.fl. Eldri deildin(Glaðheimar) rifjar upp allar reglurnar (sem var fækkaðar niður í 12 síðasta haust) sem og einveruna og athygglimerkið. Þau börn fá bros-merki þegar vel gengur (við fylgjumst með og sjáum til þess að allir fái einhvern tíman bros) og hjálpast að við að fylla orminn okkar. þegar það er komið höldum við uppskeruhátið sem öll börnin í skólanum taka þátt í. júní 2011  Þá er búið að kenna allar reglurnar en það þýðir hins vegar ekki að nú sé þetta komið, ónei. Þegar við vorum að kenna reglurnar sáum við að sumar þeirra voru mjög líkar og aðrar óþarfar svo núna höfum við farið yfir þær á nýjan leik og skorið niður (alls staðar niðurskurður). Næsta haust byrjum við svo aftur að kenna (rifja upp) reglurnar, einveruna, athyglimerkið o.fl.Skipulag næsta vetrar er á þessa leið: Dagsetning     Hvaða kennt?     Dagsetning uppskeruhátíðar19.sept.'11     "nota innirödd" og "fara eftir fyrirmælum"/einvera     29.september 201117.okt.´11                                     Athyglimerkið                                            28.október 201114.nóv.'11     "verum góð hvert..." og "gæta handa sinna og fóta"     25.nóvember 201116.jan.'12     "hjálpast að við frágang" og "fara vel með efnivið"     27.janúar 201213.feb.'12     "klæða sig í/úr á sínu svæði" og "bíða við útidyr..."     24.febrúar 201212.mars'12     "vera á sínu svæði" og "halda sig í röðinni"     23.mars 201223.apríl'12     "gefa næði" og "förum vel með leikvöllinn"     4.maí 2012   mars 2011   Innleiðingunni lýkur senn því eingöngu þrjár kennslur eru eftir en þá eru (eins og sjá má í töflunni hér að neðan) reglurnar í samveru, söngstund og vettvangsferðum kenndar. Við förum senn í enn eina skráninguna en svona skráningar eru gerðar mjög reglulega svo við getum betur fylgst með og gripið inn í ef þarf. 29. október 2010  Það gengur bara alveg ágætlega að innleiða reglurnar, erum ekki frá því að börnin séu duglegri en við sjálfar (erfitt að kenna gömlum hundi....) en þetta kemur allt saman. Reglulega förum við svo í skráningu til að fylgjast með hvort það sé meira af árekstrum á einhverjum ákveðnum stað eða ákveðnum tíma hjá börnunum.  Ef svo er, þarf að taka á því og hugsanlega gera einhverjar breytingar. Svona skráning hefst einmitt 1. nóvember. 6.október 2010  Við erum byrjaðar að kenna reglurnar eftir gott sumarfrí og var fyrsta kennslustund upprifjun á yfirreglum og einveru. Núna erum við að læra reglurnar í matartímunum en skipulag vetrarins er svona: Dagsetning     Hvaða reglur     uppskeruhátíð25.október        klósettið         5. nóvember15. nóvember     hópastarf/elstubarnastarf     26. nóvember6. desember       föndur          17. desember10. janúar 2011     valstund       21. janúar 201131. janúar        frjáls leikur     11. febrúar21. febrúar          hreyfing - íþróttir     4. mars17. mars      samvera         25. mars4. apríl            söngstund     15. eða 18. apríl2. maí     vettvangsferðir     13. maí   23. mars 2010 Þurfum að gera smá breytingu á fyrirhuguðu skipulagi. Mánudaginn 12. apríl stóð til að kenna reglurnar í útiverunni en í staðinn munum við kenna og æfa einveruna.  Einvera er "verkfæri" sem er notað til að stöðva óæskilega hegðun en þá hefur barn val um að bæta hegðun sína eða fara afsíðis í stutta stund.  Þetta þarf að kenna börnunum og æfa með þeim. Við munum nota litlar mottur sem barnið mun sitja á í lágmark þrjár mínútur (ath. þetta verður útfært öðruvísi hjá allra yngstu börnunum). Úti er einveran þannig að barnið þarf að leiða starfsmann án þess að eiga samskipti við hann. Reglurnar í útivistinni verða hins vegar kenndar 3. maí, reglur í matartímum kenndar 25.maí og reglur á wc geymdar til haustsins. Hrafnhildur hefur tekið sæti Sifjar í teyminu. 21.janúar 2010  Síðasti fundur fyrir innleiðingu og alltaf finnum við eitthvað sem þarf að bæta og breyta. Við byrjum 1. febrúar að kenna yfirreglurnar en þær eru þrjár: 1."fara eftir fyrirmælum" , 2. "Gæta handa sinna og fóta" og 3. "nota inniröddina".  Byrjað er á mánudegi og tvær vikur teknar í að læra og æfa reglurnar og á meðan söfnum við litlum brosmerkjum, sem við geymum hér í leikskólanum. Í lok seinni vikunnar er umbun fyrir alla.  Þriðja vikan er pása áður en við byrjum að kenna fleiri reglur.  Og svona er skipulagið fram á sumar:    Dagsetning          Hvaða reglur                   Umbun 1.febrúar            Yfirreglurnar                 12. febrúar 22.febrúar        reglur í fataklefa               5. mars 15.mars         kirkjust./tónleikur/sýningar  29.mars 12.apríl            reglur í útiveru                 23. apríl 3.maí             reglur í matartímum            14. maí 25.maí               reglur á wc                      4. júní   7. janúar 2010  Í dag fórum við yfir það sem við áttum að gera fyrir þennan fund og fengum staðfestingu á því sem gera þarf áður en innleiðingin hefst.  Við erum byrjaðar að gera svokallaða grunnlínuskráningu en þá skráum við hjá okkur alla neikvæða hegðun, sem fram koma hjá börnunum, í átta daga til að sjá hvort það sé einhver hegðun meira áberandi en önnur.  Þetta er síðan gert á sama tíma á hverju ári.  Núna eigum við að æfa okkur í að kenna reglur því stóri dagurinn verður mánudaginn 1.febrúar. Þetta verður örugglega strembið fyrst því við þurfum ekki bara að kenna börnunum heldur líka að taka okkur sjálf í gegn.  Vallý og Hrafnhildur munu fara á smt-námskeið núna á vorönninni. 19. nóvember 2009  Jæja, jæja, það styttist í stóra daginn en við stefnum að því að byrja að innleiða smt-skólafærni mánaðarmótin janúar/febrúar.  Núna þarf að fínpússa alla hluti, klára möppuna svo starfsfólkið geti lesið sér til um málið, panta brosmiðana, skipuleggja hvenær og hvar skal kenna reglurnar og svo framvegis og svo framvegis. 8. október 2009  Það hefur ekki gengið vel að koma teyminu saman að nýju eftir sumarfrí en loksins tókst það.  Við þurftum að rifja svolítið upp (ryð gert vart við sig), yfirfara það sem lokið er og halda síðan áfram þar sem frá var horfið.  Enn er gert ráð fyrir því að byrja að innleiða kerfið í janúar, annað verður tíminn að leiða í ljós. 28. maí 2009 Þá er vinnan við mörkin farin á fullt en mörk eru notuð til að stöðva óæskilega hegðun.  Við þurfum að útskýra eitt og annað varðandi þau til að setja í möppuna okkar, einnig þurfum við að flokka niður hvað væri minniháttar óæskileg hegðun og hvað væri meiriháttar.  Enn er nóg vinna fram undan en allt hefst þetta nú.  Eins og staðan er í dag gerum við ráð fyrir því að hefja "leikinn" um næstu áramót.   Maí 2009 Sif og Birkir fóru á Pmt-námskeið eftir áramótin og lauk því núna í maí.  Núna hafa sem sagt fjórir starfsmenn sótt þessa fræðslu og er okkar verkefni meðal annars það að fræða hina.  Það er hins vegar töluvert átak að venja sig á breyttar aðferðir og þarf að byrja á sjálfum sér - það þarf hugarfarsbreytingu; Slökkva á tuðinu og neikvæðu styrkingunni en draga fram jákvæðnina, hætta að segja hvað barnið á ekki að gera en segja því þess í stað hvað það á að gera.   20. apríl 2009 Núna erum við byrjaðar að móta möppuna sem inniheldur ALLAR upplýsingarnar um smt í Hlíðabóli. Þessi mappa er hugsuð fyrir starfsfólkið svo það viti hvað, hvernig og til hvers þetta er.  Við í smt-teyminu eru búnar að skipta með okkur verkum og er skiptingin svona: * teymisstjóri - Vallý* möppustjóri - Salmína* tölvustjóri - Benný* umsj. með brosmiðum - Sif Birkir og Sif hafa verið á pmt-námskeiðinu frá því í janúar og eiga bara eitt skipti eftir, því líkur í maí. 12. mars 2009 Við erum enn í því að fínisera, "slípa", "pússa" og svoleiðis.  Benný hefur verið að leiðrétta villur og fleira,  Salmína og Vallý fóru yfir kennsluleiðbeiningarnar svo að örugglega ekkert verði eftir og Sif skoðaði og valdi myndir til að fylgja reglunum. 5. mars 2009 Við yfirfórum það sem búið er að gera, löguðum lað sem þurfti að laga og betrumbættum annað, leiðréttum stafsettningavillur  og fleira þess háttar.   12.febrúar 2009 Okkur tókst það!! við erum loksins búnar með kennsluleiðbeiningarnar. Jahúú!   Þá er bara að snúa sér að næsta lið,  hélt einhver að nú væri allt búið?  Langt í frá, við erum nýbyrjaðar.   8. og 29. janúar 2009 Tvo síðastliðna fundi höfum við verið að vinna áfram með kennsluleiðbeiningarnar.  þetta er tölvuvinna og auðvitað hafa tölvurnar verið að stríða okkur, það er bara þannig.  Eftir fundinn í dag sjáum við hins vegar fyrir endann á þessu kennsluleiðbeiningar-ferli en hvað ætli komi næst?  Þetta er æsispennandi framhaldssaga.   11. desember 2008 Núna erum við byrjaðar að hanna kennsluleiðbeiningarnar.  Við skiptum reglunum og okkur sjálfum niður í tvo hópa og vinnum þetta þannig.  Við héldum að skilgreiningarvinnan væri mikil (sjá 13. nóvember) en við vissum ekki hvað væri fram undan.  Núna erum við komnar í smá jólafrí en byrjum væntanlega aftur 8.janúar 2009. 27. nóvember 2008 Við erum bara mjög ánægðar með okkur sjálfar, okkur tókst að klára skilgreininguna á reglunum svo nú getum við snúið okkur að næsta máli sem er að hanna kennsluleiðbeiningar. 13. nóvember 2008 í dag byrjuðum við á þeirri vinnu að skilgreina hverja einustu reglu fyrir sig svo allir þeir sem koma að leiskólanum viti fyrir hvað þær standa og hvað ætlast er til með hverri reglu.  Þetta er heilmikil vinna og mun taka okkur nokkra fundi. 30. október 2008 Við héldum áfram að semja reglurnar.  Núna tókum við fyrir matartímana, yngstubarnastarfið, elstubarnastarfið, samverurnar, söngstundirnar, hvíldina, kirkjustundirnar, hópastarfið o.fl.   16.október 2008 Við sömdum slagorð leikskólans:       "Börnin á Hlíðabóli eru frábærar hetjur" skilgreining á frábær:    einhver sem er til fyrirmyndarskilgreining á hetjum:    einhver sem gerir sitt besta Einnig tókum við til við að semja reglur fyrir hin ýmsu herbergi en það er verkefni sem tekur töluverðan tíma og þarf að vanda vel til.

 

Myndir

 hér eiga myndirnar sem sagt að birtast en þær sjást líka ef farið er inn á "deildir" (hér fyrir ofan) og eru þær þá flokkaðar eftir deildunum okkar. {AG}Glaumbaer{/AG}   {AG}Gladheimar{/AG}

 

Tenglar

 

Foreldrafélag

Foreldrafélag  Í Hlíðabóli er starfandi foreldrafélag sem heitir foreldrafélagið Hlíðaból. Stjórn þess fundar fyrsta þriðjudag hvers  mánaðar og sér starfsmaður leikskólans um að boða fundinn. Allir foreldrar ganga sjálfkrafa í félagið þegar barn    þeirra byrjar í leikskólanum og eru velkomnir að sitja stjórnarfundina. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að styrkja tengslin á milli foreldra og starfsfólks, börnunum í hag. Félagsgjald  er 500kr. á mánuði (hálft gjald fyrir þriðja barn) og stendur félagið að skemmti- og/eða fræðsluferðum með börnum og foreldrum. Stjórn foreldrafélagsins Helga Ingadóttir (Friðrika Sif og Jóhanna Heiðrún) helgaingd@gmail.com Auður Inga Ólafsdóttir (Óli Huxley og Stefán Gunnar) olafsborn@gmail.com Stefanía Ósk Ásmundsdóttir (Elísabet Helga) osk902@gmail.com Agnes Dögg Gunnarsdóttir (Árný Fönn) agnesdogg85@gmail.com Eydís Ósk Pétursdóttir (Baltasar Leó) eydisoosk@gmail.com Tengiliður leikskólans er Jóhanna Benný Hannesdóttir hlidabol@hlidabol.is                                                                                  Starfsreglur félagsins 1. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að styrkja tengslin á milli foreldra og starfsfólks leikskólans, börnunum í hag.2. Félagsgjald er 500 kr. á mánuði og aðeins aðalfundur getur breytt þeirri upphæð. ( þriðja barn greiðir hálft gjald )3. Æskilegt er að félagið beiti sér fyrir 1 - 2 skemmti - og/ eða fræðsluferðum með börnum og foreldrum ár hvert.    Æskilegt er að félagið standi a.m.k. fyrir einu fræðslukvöldi á ári.4. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um starf félagsins. Ef félagsmenn óska eftir fundi   er stjórninni skylt að verða við þeirri ósk.5. Aðalfundur félagsins skal haldinn að hausti ár hvert og skal boða til hans með minnst viku fyrirvara.    Dagskrá skal vera eftirfarandi:        1. Fundur settur        2. Farið yfir reikninga síðasta árs        3. Starf síðasta árs rakið.        4. Lagabreytingar.        5. Önnur mál.6. Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.

 

Foreldraráð

        í foreldraráði fyrir skólaárið 2014-'15 eru:Auður Inga Ólafsdóttir (Ólafur Huxley og Stefán Gunnar)Helga Ingadóttir (Friðrika Sif og Jóhanna Heiðrún)Stefanía Ósk Ásmundsdóttir (Elísabet Helga)Í Lögum um leikskóla 2008 11. gr. stendur 11. gr. Foreldraráð Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi,  svo sem fámennis í leikskóla. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.   Starfsreglur foreldraráðs Hlíðabóls samþykktar á fundi foreldraráðs leikskólans Hlíðabóls 2. júlí 2012 1. Foreldraráð starfar í eitt ár í senn og er kosning um það á hverju hausti. Berist ekkert framboð getur leikskólastjórinn talað við álitlega foreldra og beðið þá um að gefa kost á sér. 2. Fundir skulu vera að lágmarki 2 á önn, það er 4 á tímabilinu 15. september til 15. maí ár hvert. 3. Á fyrsta fundi vetrar á fráfarandi stjórn að skila af sér öllu og upplýsa nýja stjórn hvað af þeim er ætlast. Einnig á að skipta með sér verkum, það er formaður og ritari. 4. Nöfn og netföng allra í foreldraráði eiga að vera birt á heimasíðu Hlíðabóls til að foreldrar geti komist í samband við þá. Einnig á að birta allar fundargerðir á sama stað. 5. Foreldraráð og foreldrafélag haldi sameiginlegan fund í upphafi vetrar þar sem foreldrafélagið kynnir verkefni vetrarins fyrir foreldraráði. 6. Á síðari fundi hverrar annar á að gera upp það sem unnið hefur verið með fram til þessa. 7. Í upphafi vetrar á að setja niður starfsáætlun fyrir foreldraráðið í samstarfi við leikskólastjóra. Til að mynda hvenær á að skila af sér skólanámskrá og skólastundaskrá. 8. Ávallt skal rita fundargerðir í þar til gerða fundargerðarbók sem skilast svo til leikskólastjóra sem sér um að koma fundargerðunum inn á heimasíðu leikskólans. 9. Foreldraráðsfulltrúum er skylt að gæta trúnaðar varðandi upplýsingar um einstaklinga, nemendur, kennara eða aðra sem þeir verða áskynja um í starfi sínu. Þess vegna verða allir meðlimir foreldraráðs að skrifa undir þagnareyð.

 

Námsskrá

grunnþættir aðalnámskráar

Velkomin á heimasíðu Leikskóla Hlíðabóls

im 11

Velkomin

Hlíðaból er kristilegur leikskóli, sjálfstæð stofnun innan Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri. Leikskólinn er tveggja deilda, á hvorri deild geta verið þrír árgangar. Elsti árgangurinn á yngri deildinni getur jafnframt verið yngsti árgangur á eldri deildinni. Þetta fer allt eftir biðlistanum. Glaumbær heitir deildin með yngri aldurshópnum og Glaðheimar með eldri aldurhópnum. U.þ.b.  26 – 27 börn eru í einu á hvorri deild. Á Hlíðabóli er mikið lagt upp úr kristilegu starfi og er það haft sem útgangspunktur fyrir annað starf. Einnig er lögð áhersla á frjálsa leikinn, skapandi starf, söng og umhverfisvernd. Jóhanna Benný Hannesdóttir er skólastjóri og Hólmfríður Hermannsdóttir aðstoðarskólastjóri.

   
You are here: Hlíðarból

Upplýsingar

Hlíðaból - Leikskóli Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri